Heilgrillað lambalæri með chili, óreganói og kummin

Heilgrillað lambalæri með chili, óreganói og kummin
Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri, helst án lykilbeins
 3 msk. olía
 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 1 tsk. chili-flögur
 3 msk. óreganó, smátt saxað
 1 tsk. kummin
 2 msk. sítrónusafi
 salt og nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Skerið ½ cm djúpar rendur ofan í lambalæri þannig að myndist tíglar.

Blandið saman olíu, hvítlauk, chili, óreganói, kummin, sítrónusafa, salti og pipar og nuddið kryddleginum vel ofan í kjötið, geymið við stofuhita í 2 klst.

Grilli lærið á meðalheitu grilli í 10 mín. eða þangað til kjötið er orðið fallega brúnað á öllum hliðum.

Færið þá kjötið á efri grindina á grillinu og lækkið hitann.

Grillið áfram í 1 klst. með lokið á grillinu.

Snúið lærinu reglulega.

Látið lærið standa með álpappír yfir í 10 mín. áður en það er borið fram.

Berið fram með grilluðu grænmeti, salati, bökuðum kartöflum og kryddjurtasósu.

2

Kryddjurtasósa:

3

1 ½ dl blandaðar kryddjurtir, t.d. basilíka, tímían, óreganó, graslaukur og/eða kóríander
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 msk. sítrónusafi
1 msk. hunang
2 dl sýrður rjómi
2 dl majónes
salt og nýmalaður pipar

Setjið allt í skál og blandið vel saman.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Guðrún Vaka Helgadóttir

Deila uppskrift