Heilgrillað lambalæri með chili, óreganói og kummin

Heilgrillað lambalæri með chili, óreganói og kummin
Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri, helst án lykilbeins
 3 msk. olía
 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 1 tsk. chili-flögur
 3 msk. óreganó, smátt saxað
 1 tsk. kummin
 2 msk. sítrónusafi
 salt og nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Skerið ½ cm djúpar rendur ofan í lambalæri þannig að myndist tíglar.

Blandið saman olíu, hvítlauk, chili, óreganói, kummin, sítrónusafa, salti og pipar og nuddið kryddleginum vel ofan í kjötið, geymið við stofuhita í 2 klst.

Grilli lærið á meðalheitu grilli í 10 mín. eða þangað til kjötið er orðið fallega brúnað á öllum hliðum.

Færið þá kjötið á efri grindina á grillinu og lækkið hitann.

Grillið áfram í 1 klst. með lokið á grillinu.

Snúið lærinu reglulega.

Látið lærið standa með álpappír yfir í 10 mín. áður en það er borið fram.

Berið fram með grilluðu grænmeti, salati, bökuðum kartöflum og kryddjurtasósu.

2

Kryddjurtasósa:

3

1 ½ dl blandaðar kryddjurtir, t.d. basilíka, tímían, óreganó, graslaukur og/eða kóríander
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 msk. sítrónusafi
1 msk. hunang
2 dl sýrður rjómi
2 dl majónes
salt og nýmalaður pipar

Setjið allt í skál og blandið vel saman.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Guðrún Vaka Helgadóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​