Hátíðar lambakóróna með sveppamauki, ostrusveppum og krækiberjasósu

gljáð nýpa, pönnusteikir ostrusveppir og krækiberjasósa

Hráefni

Steiktar lambakórónur
 2 stk lambakóróna
 1 stk hvítlauksgeiri
 50 ml matarolía
 sítrónutímjan
Ofnbökuð nýpa
 2 stk nýpa (betur þekkt sem steinseljurót)
 timían
 1 stk hvítlauksgeiri
 50 ml matarolía
 100 ml vatn
 salt
Sveppamauk
 3 box Flúða sveppir
 30 ml matarolía
 1/2 stk hvítlauksgeiri
 sítrónusafi
Krækiberjasósa
 300 ml krækiberjasafi
 400 gr lambasoð Bone & Marrow
 50 gr kalt smjör skorið í teninga
Steiktir ostrusveppir
 100 gr ostrusveppir
 30 gr skírt smjör
 1 msk eplaedik
 salt

Leiðbeiningar

1

Sannarlega hátíðleg steik úr uppáhaldsbita margra sem sómar sér vel á jólaborðinu. Lambakóróna er hryggvöðvi með áföstum rifbeinum, ef þið kjósið er hægt að nota hryggvöðva (e. fille) án beina en athugið þá að stytta eldunartímann um nokkrar mínútur.

Steiktar lambakórónur
2

Snyrtið lambakórónur ögn en leyfið fitunni að vera ofan á vöðvanum, ristið tígla í fituna og marinerið í blöndu af olíu, sítrónutimían og söxuðum hvítlauksgeira, látið standa við stofuhita í 2 klst, eða jafnvel í kæli yfir nótt.

3

Hitið ofn á 160°C. Þerrið mestu olíuna af, saltið og brúnið kjötið á pönnu, byrjið á fituhliðinni á meðal hita og bræðið fituna vel. Setjið á bakka, piprið og edið í ofni í u.þ.b. 15-20 mínútur, og mælið kjarnhitann á meðan. Meðal steiking (e. medium) er 56°C fyrir lambakórónu. Sumir vilja meira steikt og fara þá eftir sínum smekk. Þegar æskilegum kjarnhita er náð, piprið kjötið og látið það hvíla í a.m.k. 10 mínútur áður en það er skorið.

Ofnbökuð nýpa
4

Skerið nýpu í tvennt eftir endilöngu og setjið á bakka með timían, salti, hvítlauksgeira og vatni. Lokið með álpappír og eldið á 180°C í eina klst.

Sveppamauk
5

Steikið Flúða sveppi á pönnu þar til verða fallega brúnir, bætið ½ hvítlauksgeira við síðustu 2 mínúturnar. Færið í matvinnsluvél og maukið, bætið við olíu ef þarf, smakkið til með salti og sítrónusafa.

Krækiberjasósa
6

Sjóðið krækiberjasafa niður um helming og bætið lambasoði við, tilvalið að nota íslenskt soð frá Bone & Marrow sem fæst víða. Takið pottinn af hellunni og pískið smjörið saman við og smakkið til.

Steiktir ostrusveppir
7

Rífið ostrusveppi gróft niður og pönnusteikið í skírðu smjöri frá Bone & Marrow, saltið og setjið ögn af eplaediki yfir í lokin.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​