Hangikjötstartar með piparrót

Lambakjöt er hráefni sem flestum þykir gott og það er tilvalið að útbúa úr því fljótlega og góða rétti t.d. þegar von er á klúbbfélögum.  Þessi réttur er eftir Úlfar Finnbjörnsson og birtist í klúbbblaði Gestgjafans 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 300 g fitu- og sinalaust hangikjöt
 1/2 rauðlaukur, smátt saxaður
 1 msk. súrar gúrkur, skornar í litla teninga
 1 msk. rauðrófur, skornar í litla teninga
 1 msk. kapers
 1 msk. piparrót, rifin
 2 msk. olía

Leiðbeiningar

1

Hálffrystið hangikjöt og skerið í litla teninga.

Setjið allt hráefni í skál og blandið vel saman.

Berið fram með salati og rúgbrauði.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Stílisti: Gerður Harðardóttir Myndir: Gunnar Þór Nilsen

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​