Hangikjötsfylltir kirsuberjatómatar

Hangikjötið þarf að skera í eins þunnar sneiðar og mögulegt er. Best er að leggja kjötstykkið á bretti og skera þvert ofan af því með beittum, löngum hníf. Þá er skorið eins og vöðvaþræðirnir liggja en ekki þvert á þá. Þannig ættu að nást þunnar og fínar sneiðar.

Pottur og diskur

Hráefni

 kirsuberjatómatar, helst fremur litlir
 hrátt hangikjöt í þunnum sneiðum
 ólífuolía
 ferskt timjan
 nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Sneið skorin ofan af hverjum tómat og hann holaður innan með teskeið. Lítil kjötsneið brotin eða vafin saman og stungið í tómatinn. Svolítilli olíu dreypt yfir, skreytt með timjankvisti og að lokum er dálítill pipar malaður yfir.

Deila uppskrift