Hangikjöts forréttur

með bláberjasósu og Feyki
Sneitt hrátt hangikjöt carpaccio

Hráefni

Bláberja edikssósa
 3 msk rauðvínsedik
  2 msk bláber, best eru íslensk aðalbláber
  1 dl bragðlaus matarolía
  Salt
Sett á diska
 Reykt hangilæri á beini, vel reykt og hangið
  Bláberja edikssósa
  1-2 stilkar ferskt garðablóberg Feykir
  Feykir

Leiðbeiningar

Bláberja edikssósa
1

Setjið edik í skál, og hellið olíunni í mjórri bunu út í, á meðan er pískað af krafti til að binda saman olíu og edik. Skerið helminginn af berjunum í tvennt og bætið öllum berjunum í, smakkið til með salti og e.t.v. meira ediki.

Sett á diska
2

Rétturinn er í raun það sem kallast Carpaccio. Veljið hangilæri á beini sem er vel hangið og reykt. Sneiðið af hráu lærinu eins þunnt og þið getið. Leggið á diska, hrærið vel upp í sósunni og dreypið yfir, rífið ögn af garðablóðbergi yfir og í lokin er osturinn Feykir rifinn yfir.

Deila uppskrift