Carpaccio með hangikjöti
- 20 mín
- 4-6
Hráefni
Leiðbeiningar
Blandið saman í skál og smakkið til með örlitlu salti. Munið að töluvert salt er í hangikjötinu!
Blandið saman í matvinnsluvél á hæsta styrk í um 10 mínútur eða þar til olían er orðin heit. Sigtið olíuna í gegnum fínt sigti áður en hún er sett í lokað ílát og geymd í kæli.
Veljið hangilæri á beini sem er vel hangið og reykt, stundum kallað tvíreykt sem í besta falli er rangnefni þar sem slíkt læri er yfirleitt reykt í allmarga daga. Sneiðið af hráu lærinu eins þunnt og þið getið. Leggið á diska, og setjið ögn af piparrótarsósu og kryddjurtaolíu á diskinn og rífið síðast ferska piparrót yfir og berið fram.
Carpaccio úr hangikjöti má vel undirbúa með ágætum fyrirvara, sósa og olía geymast í kæli í a.m.k. viku. Hangikjötið má einnig skera áður og leggja á bökunarpappír, eitt lag í einu með pappír á milli laga. Í lokin er blöðunum og hangikjöti rúllað upp og pakkað mjög vandlega í plastfilmu svo verði loftþétt og geymt í kæli í 1-2 daga. Með þesum undirbúningi tekur örfár mínútur að leggja réttinn á diska fyrir veisluborðið.
Líka tilvalinn á veisluhlaðborðið, leggið þá réttinn á stærri diska eða föt.