Hangikjöt í forrétti

hugmyndir á jólaborðið
Hangilæri

Leiðbeiningar

1

Hangikjöt er ómissandi partur af jólahaldinu. Enda á borðum flestra Íslendinga í klassískri útgáfu, soðið og framborið með kartöflum í jafningi og hefðbundnu meðlæti.

2

En „vel“ reykt og þurrkað hangikjötslæri á beini, sem sumir kalla tvíreykt hangikjöt er líka vinsælt og færir okkur heim ilminn af jólum. Það eru ýmis tækifæri í að nota hangikjöt í forrétti og gera tilraunir með meðlæti sem passar. Hangilærið er þá sneitt í þunnar sneiðar og kryddað til og borið fram með ýmsu meðlæti.

3

Við mælum t.d. með að rífa ferska piparrót yfir, eða bera piparrótarsósu fram með hangikjötinu. Þá eiga ferskar rauðrófur, létt sýrðar eða bakaðar vel við ásamt ferskum jurtum eins og karsa, graslauk eða radísuspírum.

4

Blanda af ávöxtum eins og mandarínum, apríkósum, granateplum og hunangsristuðum hnetum er líka vel til fundin með hráu hangikjöti.

Einnig edikssósur „vinaigrette“ sem innihalda edik og olíur.

5

Eplasalat og hangikjöt með laufabrauði er líka einfalt og framúrskarandi gott saman.

Vel þroskaðir ostar passa líka afskaplega vel með hangikjöti.

Deila uppskrift