Hangikjöt

Klassískt jólahangikjöt

Hráefni

Hangikjöt
 1 rúlla hangikjöt u.þ.b 1,5 kg.
 Vatn
Uppstúfur
 50 gr smjör
 50 gr hveiti
 8 dl mjólk
 Sykur
 Salt og pipar
 Múskat
 600 gr soðnar og skrælaðar kartöflur
Rauðkál
 1⁄2 rauðkálshaus
 2 dl rauðvínsedik
 2 dl rauðvín
 2 dl sykur
 1 stk lárviðarlauf
 1⁄2 tsk. salt
 2 msk. smjör
Annað meðlæti
 Grænar baunir
 Laufabrauð

Leiðbeiningar

Hangikjöt
1

Setjið hangikjöt í pott með köldu vatni þannig að fljóti yfir kjötið. Hleypið suðunni upp og látið hangikjötið vera við suðumark í 40 mín. per kg, ath að skoða þyngdina á bitanum fyrst.

2

Takið pottinn af hitanum og látið kjötið kólna í soðinu. Þetta má gjarna gera degi áður en hangikjötið er borðað og best að leyfa að vera í pottinum yfir nótt.

3

Skerið í fallegar sneiðar og berið fram með uppstúf með kartöflum, rauðkáli, grænum baunum og laufabrauði.

Uppstúfur
4

Bræðið smjör í potti og hrærið hveitinu saman við. Hellið mjólk smátt og smátt saman við og hrærið stöðugt í á meðan.

5

Látið sjóða við vægan hita í 20 mín. og hrærið reglulega í á meðan. Smakkið til með salti, pipar, múskati og sykri. Bætið kartöflum við í lokin og hitið upp í sósunni.

Rauðkál
6

Skerið kálið í þunna strimla, setjið allt hráefnið í pott og sjóðið við vægan hita í 1 klst

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​