Hangikjöt

með uppstúf og gamla og góða meðlætinu
Hangikjöt

Hráefni

Hangikjöt
 1 rúlla hangikjöt u.þ.b 1,5 kg.
 Vatn
Uppstúfur
 50 gr smjör
 50 gr hveiti
 8 dl mjólk
 Sykur
 Salt og pipar
 Múskat
 600 gr soðnar og skrælaðar kartöflur
Rauðkál
 1⁄2 rauðkálshaus
 2 dl rauðvínsedik
 2 dl rauðvín
 2 dl sykur
 1 stk lárviðarlauf
 1⁄2 tsk. salt
 2 msk. smjör
Annað meðlæti
 Grænar baunir
 Laufabrauð

Leiðbeiningar

Hangikjöt
1

Setjið hangikjöt í pott með köldu vatni þannig að fljóti yfir kjötið. Hleypið suðunni upp og látið hangikjötið vera við suðumark í 40 mín. per kg, ath að skoða þyngdina á bitanum fyrst.

2

Takið pottinn af hitanum og látið kjötið kólna í soðinu. Þetta má gjarna gera degi áður en hangikjötið er borðað og best að leyfa að vera í pottinum yfir nótt.

3

Skerið í fallegar sneiðar og berið fram með uppstúf með kartöflum, rauðkáli, grænum baunum og laufabrauði.

Uppstúfur
4

Bræðið smjör í potti og hrærið hveitinu saman við. Hellið mjólk smátt og smátt saman við og hrærið stöðugt í á meðan.

5

Látið sjóða við vægan hita í 20 mín. og hrærið reglulega í á meðan. Smakkið til með salti, pipar, múskati og sykri. Bætið kartöflum við í lokin og hitið upp í sósunni.

Rauðkál
6

Skerið kálið í þunna strimla, setjið allt hráefnið í pott og sjóðið við vægan hita í 1 klst

Deila uppskrift