Hangikjöt með melónumauki

Algengt er að bera hrátt hangikjöt fram á melónusneiðum, svipað og oft er gert við parmaskinku, en það er líka hægt að búa til melónumauk og bera það fram með örþunnum hangikjötssneiðum, e.t.v. á flatbrauði eða ristuðu brauði.

Pottur og diskur

Hráefni

 0.5 hunangsmelóna
 2 msk. þunnt hunang
 0.5 knippi sítrónumelissa
 nýmalaður pipar
 salt
 hrátt hangikjöt í þunnum sneiðum

Leiðbeiningar

1

Skerið hýðið af melónunni og skafið steinana úr henni. Setjið hana í matvinnsluvél, ásamt hunangi og sítrónumelissu, og látið ganga þar til allt er orðið að fremur fíngerðu mauki. Hellið því þá í sigti og látið safann renna vel af. Kryddið maukið með pipar og salti. Brjótið saman litlar hangikjötssneiðar og setjið á flatbrauðssnittur. Setjið 1/2-1 tsk. af melónumauki á hverja snittu.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​