Hangikjöt með melónumauki

Algengt er að bera hrátt hangikjöt fram á melónusneiðum, svipað og oft er gert við parmaskinku, en það er líka hægt að búa til melónumauk og bera það fram með örþunnum hangikjötssneiðum, e.t.v. á flatbrauði eða ristuðu brauði.

Pottur og diskur

Hráefni

 0.5 hunangsmelóna
 2 msk. þunnt hunang
 0.5 knippi sítrónumelissa
 nýmalaður pipar
 salt
 hrátt hangikjöt í þunnum sneiðum

Leiðbeiningar

1

Skerið hýðið af melónunni og skafið steinana úr henni. Setjið hana í matvinnsluvél, ásamt hunangi og sítrónumelissu, og látið ganga þar til allt er orðið að fremur fíngerðu mauki. Hellið því þá í sigti og látið safann renna vel af. Kryddið maukið með pipar og salti. Brjótið saman litlar hangikjötssneiðar og setjið á flatbrauðssnittur. Setjið 1/2-1 tsk. af melónumauki á hverja snittu.

Deila uppskrift