Hangikjöt með kryddjurta-vinaigrette
Þegar hrátt hangikjöt er borið fram með kryddsósu af einhverju tagi þarf að gæta þess að sósan verði ekki allt of bragðsterk og kæfi bragðið af hangikjötinu gjörsamlega.
- 4
Hráefni
Ferskar kryddjurtir eftir smekk, t.d. rósmarín, tímían, marjoram og basil
0.5 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
1 msk. hvítvínsedik
5 msk. ólífuolía
nýmalaður pipar
salt
hrátt hangikjöt í þunnum sneiðum
Leiðbeiningar
1
Saxið kryddjurtirnar smátt eða steytið þær í mortéli. Setjið þær í hristiglas eða krukku ásamt hvítlauk, hvítvínsediki, ólífuolíu, pipar og salti og hristið saman. Smakkið og bragðbætið eftir smekk. Vefjið hangikjötssneiðar upp í litlar rúllur og berið þær fram með olíusósunni. Hafið annaðhvort tannstöngla með til að dýfa kjötinu í sósuna, eða berið kjötið fram á brauði (t.d. flatbrauði) og dreypið sósu yfir. Einnig má bera kjötið fram sem forrétt og þá á salatblöðum og e.t.v. með ristuðu brauði.