Hægeldaður lambahryggur í jólaöli

"Þessi máltíð var svo góð að þetta verður nýársmaturinn hjá okkur að þessu sinni, ekki slæmt að byrja nýtt og spennandi ár á slíkum herramannsmat!" 

"Þegar ég var barn þá skildi ég ekkert í því að lambalæri og lambahryggur væri álitið sunnudagsmatur því mér fannst það alls ekki gott. Núna finnst mér lambakjöt einn sá besti matur sem ég fæ og lambahryggur er orðinn einn af mínum uppáhaldsréttum. Mér finnst best að hægelda hrygginn og hef gaman að prófa mig áfram með mismunandi sósur. Að þessu sinni notaði ég það sem hendi var næst og hægeldaði hrygginn í jólaöli. Það kom frábærlega vel út og gerði sósuna svo góða. Í stað þess að nota jólaöl er líka hægt að nota pilsner."

Eldhússögur úr Kleifarselinu

Pottur og diskur

Hráefni

 „Þessi máltíð var svo góð að þetta verður nýársmaturinn hjá okkur að þessu sinni, ekki slæmt að byrja nýtt og spennandi ár á slíkum herramannsmat!“
 Eldhússögur úr Kleifarselinu
 1 lambahryggur (3 kíló)
 400 ml jólaöl – t.d. tilbúin blanda af Malti og Appelsíni (eða pilsner)
 1 hvítlaukur, afhýddur og skorinn í báta
 ca. 1 msk hunangs-dijon sinnep
 kryddið „Bezt á lambið“
 2-3 dl rjómi
 ca. 2 msk hveiti
 ca. 1/2 -1 msk sojasósa
 ca. 1/2 msk rifsberjahlaup
 1-2 tsk nautakraftur
 salt og pipar
 sósujafnari + sósulitur eftir þörfum
 Smjörsteikt grænmeti:
 
 • 1 brokkolíhaus, skorinn í bita
 •  
 • 250 g sveppir, skornir í beta
 •  
 • 1 rauð paprika, skorin í bita
 •  
 • 1 lítill rauðlaukur, skorin í sneiðar
 •  
 • 2-3 msk smjör
 •  
 • 1-2 tsk grænmetiskraftur (ég notaði frá Oscars)
 •  
 • salt og pipar
 •  Gulrótarmauk í brúnuðu smjöri:
   
 • 300 g gulrætur
 •  
 • 80 g smjör
 •  
 • salt og pipar
 • Leiðbeiningar

  1

  Ofninn er hitaður í 100 gráður við undir- og yfirhita. Lambahryggurinn er snyrtur ef með þarf, skolaður og þerraður. Því næst er hnífsoddi stungið hér og þar í hrygginn og 10-12 hvítlauksrifum stungið ofan í raufarnar. Þá er hryggurinn smurður með þunnu lagi af dijonsinnepi og því næst kryddaður vel með kryddinu „Bezt á hrygginn“. Nú er hryggurinn settur ofan í ofnpott og jólaölinu hellt ofan í pottinn. Lokið er sett á ofnpottinn og hryggurinn eldaður við 100 gráður í ca 4 – 5 tíma (fer eftir þykkt hryggsins og hversu mikið steiktan maður kýs að hafa hann). Best er að nota kjöthitamæli og stinga honum þar sem vöðvinn er þykkastur. Hryggurinn er tilbúinn þegar hitinn er komin í ca. 65-70 gráður, við 65 gráður er kjötið enn fremur bleikt.Þegar ca. 10 mínútur eru eftir af tímanum er ofnpotturinn tekinn út úr ofninum, vökvanum hellt af í skál. Ofninn er hitaður í 220 gráður á grillstillingu. Hryggurinn er settur aftur ofan í ofnpottinn án loks og hann hitaður í ofninum í ca. 6-8 mínútur (áfram á grillstillingu og sama hita) eða þar til puran verður dökkbrún – fylgist vel með hryggnum. Þá er hryggurinn tekinn út og leyft að jafna sig áður en hann er skorinn niður. Á meðan þessu stendur er sósan útbúin.

  2

  Sósan

  3

  Vökvinn er sigtaður ofan í pott og látinn standa í smástund á kaldri hellu þannig að fitan fljóti upp á yfirborðið. Þá er hún veidd af og pískuð saman við hveiti með gaffli þar til smjörbollan verður passlega þykk. Suðan er látin koma upp á soðinu ogsmjörbollunnibætt út í og hrært vel á meðan. Því næst er rjómanum bætt út í og sósan smökkuð til með sojasósu, rifsberjahlaupi, nautakrafti og kryddum. Ef sósan er of þunn er notaður sósujafnari og sósan dekkt eftir þörfum með sósulit.

  4

  Smjörsteikt grænmeti:

  5

  Smjörið er brætt á pönnu og grænmetið steikt í nokkrar mínútur þar til það er hæfilega eldað. Kryddað með grænmetiskrafti, salti og pipar.

  6

  Gulrótarmauk í brúnuðu smjöri:

  7

  Gulræturnar eru skornar í bita. Smjörið er brætt í potti og gulræturnar látnar malla í smjörinu í um það bil 15 mínútur við meðalhita og hrært öðru hvoru í pottinum. Þegar smjörið hefur brúnast og gulræturnar orðnar dökkar eru þær maukaðar og kryddaðar með salti og pipar.

  8

  Uppskriftin er frá: Eldhússögur í Kleifarselinu.

  Deila uppskrift