Hægeldaður lambaframpartur með ratatouille-grænmeti

Haustin eru tími uppskeru og bæði matjurtagarðar og verslanir geyma úrval af gómsætu grænmeti sem er upplagt að bjóða upp á með hreina og heilnæma lambakjötinu okkar.

Gestgjafinn september 2010 úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar.

Pottur og diskur

Hráefni

 1/2 lambaframpartur, á beini
 salt
 ny´malaður pipar
 5 tímíangreinar eða 1 tsk. þurrkað
 5 rósmaríngreinar eða 1 tsk.
 þurrkað
 10-15 hvítlauksgeirar

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 60°C. Kryddið lambaframpart með salti og pipar og setjið í ofnskúffu. Leggið helminginn af kryddjurtunum og hvítlauknum undir frampartinn og afganginn ofan á. Setjið í ofninn og bakið í 24 klst. Takið þá kjötið úr ofninum og hækkið hitann í 200°C. Setjið frampartinn aftur í ofninn í 5 mín. eða þar til hann er orðinn fallega brúnaður. Berið fram með t.d. ratatouille-grænmeti og kartöflum.

2

Ratatouille-grænmeti:

3

4 msk. ólífuolía
1 laukur, skorinn í bita
2-3 hvítlauksgeirar
1 kúrbítur, skorinn í bita
1 eggaldin, skorið í bita
3 paprikur, skornar í bita
3 tómatar, skornir í bita
1 tsk. basilíka
½ tsk. tímían
½ tsk. oreganó
1 tsk. sykur
salt
pipar

Hitið olíu í potti og látið lauk og hvítlauk krauma í 2 mín. Bætið þá kúrbít, eggaldini og paprikum í pottinn og látið krauma í 5 mín. til viðbótar. Bætið tómötum, kryddjurtum, sykri, salti og pipar á pönnuna og látið krauma í 5 mín.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Guðrún Vaka Helgadóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​