Hægeldaður lambaframpartur með ratatouille-grænmeti
Haustin eru tími uppskeru og bæði matjurtagarðar og verslanir geyma úrval af gómsætu grænmeti sem er upplagt að bjóða upp á með hreina og heilnæma lambakjötinu okkar.
Gestgjafinn september 2010 úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar.
- 5-7
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 60°C. Kryddið lambaframpart með salti og pipar og setjið í ofnskúffu. Leggið helminginn af kryddjurtunum og hvítlauknum undir frampartinn og afganginn ofan á. Setjið í ofninn og bakið í 24 klst. Takið þá kjötið úr ofninum og hækkið hitann í 200°C. Setjið frampartinn aftur í ofninn í 5 mín. eða þar til hann er orðinn fallega brúnaður. Berið fram með t.d. ratatouille-grænmeti og kartöflum.
Ratatouille-grænmeti:
4 msk. ólífuolía
1 laukur, skorinn í bita
2-3 hvítlauksgeirar
1 kúrbítur, skorinn í bita
1 eggaldin, skorið í bita
3 paprikur, skornar í bita
3 tómatar, skornir í bita
1 tsk. basilíka
½ tsk. tímían
½ tsk. oreganó
1 tsk. sykur
salt
pipar
Hitið olíu í potti og látið lauk og hvítlauk krauma í 2 mín. Bætið þá kúrbít, eggaldini og paprikum í pottinn og látið krauma í 5 mín. til viðbótar. Bætið tómötum, kryddjurtum, sykri, salti og pipar á pönnuna og látið krauma í 5 mín.