Hægeldaður lambabógur

Grunnuppskrift
Hægeldaður lambabógur

Hráefni

Lambabógur
 1 lambabógur
  2 msk olía
  Salt og pipar

Leiðbeiningar

Lambabógur
1

Þessi biti er ódýr, bragðmikill og auðvelt að elda. En hann þarf langan eldunartíma á lágum hita til að verða safaríkur og gómsætur. Tilvalið að setja í ofninn áður en þið farið af stað í vinnu og skóla, eða hægelda yfir nótt. Kæla og hita upp aftur.

2

Nuddið bóginn með olíu og kryddið vandlega með salti og pipar, setjið í eldfastan bakka eða steikarpott og eldið á 90°C í 8 klst.

Viljið þið meira bragð, eða afgerandi, bætið við því kryddi sem hentar og nuddið á bóginn fyrir eldun.

3

Hægeldaður bógur á að vera laus frá beini og auðvelt að rífa niður í smá bita og strimla.
Hentar að bera fram heilan með klassísku steikarmeðlæti. Eða rifinn í alls kyns rétti t.d. steikarsamlokur, tacos, pizzur eða í súpur.

Deila uppskrift