Hægeldaður jólahryggur með kanil, anís og kardimommum

Það er eitthvað við þessa kryddblöndu sem gerir lambið svo hátíðlegt, svona í áttina að piparkökum eða góðri lagköku. Hreint yndislegur réttur sem gaman er að prófa.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambahryggur
 3 msk. dijon-sinnep
 1 msk. kanill
 1 msk. anísstjörnur
 1 msk. kardimommur
 1 msk. svartur pipar
 8 msk. sykur
 1 dós bjór að eigin vali

Leiðbeiningar

1

Takið allt þurrkrydd og setjið í matvinnsluvél og látið ganga þar til það verður að fínu dufti. Hitið ofninn í 85°C. Takið sinnepið og smyrjið jafnt yfir lambahrygginn, setjið hann í eldfast mót eða svartan pott, hellið bjórnum því næst út í og stráið svo jöfnu lagi af kryddblöndunni yfir. Setjið lokið á og eldið í 5 klukkutíma. Takið þá mest af soðinu úr og útbúið sósu úr því eða hellið. Eldið í 30 mín. án þess að hafa lokið á. Leyfið hryggnum að standa uppi á borði í stofuhita í 10 mín. áður en skorið er í hann. Einnig er gott að setja gulrætur og kartöflur ofan í pottinn og baka með.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Hinrik Carl Ellertsson Myndir: Aldís Pálsdóttir Stílisti: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Deila uppskrift