Hægeldaður jólahryggur með kanil, anís og kardimommum

Það er eitthvað við þessa kryddblöndu sem gerir lambið svo hátíðlegt, svona í áttina að piparkökum eða góðri lagköku. Hreint yndislegur réttur sem gaman er að prófa.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambahryggur
 3 msk. dijon-sinnep
 1 msk. kanill
 1 msk. anísstjörnur
 1 msk. kardimommur
 1 msk. svartur pipar
 8 msk. sykur
 1 dós bjór að eigin vali

Leiðbeiningar

1

Takið allt þurrkrydd og setjið í matvinnsluvél og látið ganga þar til það verður að fínu dufti. Hitið ofninn í 85°C. Takið sinnepið og smyrjið jafnt yfir lambahrygginn, setjið hann í eldfast mót eða svartan pott, hellið bjórnum því næst út í og stráið svo jöfnu lagi af kryddblöndunni yfir. Setjið lokið á og eldið í 5 klukkutíma. Takið þá mest af soðinu úr og útbúið sósu úr því eða hellið. Eldið í 30 mín. án þess að hafa lokið á. Leyfið hryggnum að standa uppi á borði í stofuhita í 10 mín. áður en skorið er í hann. Einnig er gott að setja gulrætur og kartöflur ofan í pottinn og baka með.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Hinrik Carl Ellertsson Myndir: Aldís Pálsdóttir Stílisti: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​