Hægeldaðir lambaskankar í rauðvínssósu

með beikoni og sveppum
Bóndadagsskankar með rauðvínssósu

Hráefni

 8 lambaskankar
 2 msk. olía
 salt
 nýmalaður pipar
 4 beikonsneiðar, skornar í 3 cm bita
 6-8 skalotlaukar, skrældir
 15 sveppir
 1 msk. tómatþykkni
 3 lárviðarlauf
 3 stórar tímíangreinar
 1 rauðvínsflaska
 2-4 dl vatn
 sósujafnari
 50 g smjör
 2 msk. steinselja, smátt söxuð

Leiðbeiningar

1

Penslið lambaskanka með olíu og kryddið með salti og pipar. Setjið kjötið í eldfast mót og bakið í 190°C heitum ofni í 10-15 mín.

2

Hitið olíu á pönnu og látið beikon, lauk og sveppi krauma í 2 mín.

3

Hellið síðan blöndunni yfir skankana ásamt tómatþykkni, lárviðarlaufum, tímíani og rauðvíni.

4

Lækkið hitann í 120°C og bakið í 3 1/2-4 klst.

5

Hellið þá vökvanum úr ofnskúffuni í pott ásamt vatni og þykkið með sósujafnara.

6

Bætið smjöri í sósuna og hrærið í með písk þar til smjörið hefur bráðnað.

7

Hellið þá sósunni yfir skankana og stráið steinselju yfir. Berið fram með kartöflumús.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​