Hægeldaðir lambaskankar með rjómaosti

Uppskrift eftir Árna Þór Arnórsson, matreiðslumeistara sem var gestakokkur Bændadaga í Skagafirði 2013.

Pottur og diskur

Hráefni

 6 lambaskankar c.a. 300 g hver, einnig er hægt að nota valið súpukjöt en þá styttist eldunartíminn.
 100 g smjör
 salt og nýmalur svartur pipar
 300 g laukur
 150 g beikon
 200 g gulrætur
 200 g seljurót
 1/2 líter kjötsoð eða vatn og teningur
 2 dl BBQ sósa
 20 stk kirsuberjatómatar
 2 stk chilli smátt saxaður
 1 askja rjómaostur með hvítlauk
 1 askja rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum

Leiðbeiningar

1

Brúnið skankana í smjöri á pönnu. Setjið í steikarpott og kryddið með salti og pipar. Skerið grænmetið í frekar stóra bita ásamt beikoni. Setjið í pottinn með skönkunum.

2

Bætið í kjötsoði og BBQ sósu ásamt báðum rjómaostunum. Setjið heila kirsuberjatómata saman við ásamt söxuðu chilli.

3

Bakið við 180°C í 90 – 110 mínútur eða þangað til skankarnir eru maukeldaðir. Takið skankana upp úr steikarpottinum.

4

Sigtið grænmetið frá látið soðið í pott og þykkið með sósujafnara. Berið sósuna fram með skönkunum og grænmetinu .

5

Gott er að bera réttinn fram með nýbökuðu brauði og kartöflumús.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​