Hægeldaðir lambaskankar með kryddsíld, beikoni, lauk og sveppum í rauðvínssósu

Haustin eru tími uppskeru og bæði matjurtagarðar og verslanir geyma úrval af gómsætu grænmeti sem er upplagt að bjóða upp á með hreina og heilnæma lambakjötinu okkar.

Gestgjafinn september 2010 úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar.

Pottur og diskur

Hráefni

 8 lambaskankar
 4 msk. olía
 salt og nýmalaður pipar
 2 beikonsneiðar, skornar í bita
 1-2 laukar, skornir í báta
 20 sveppir
 ½ flaska rauðvín
 ½ msk. balsamedik
 2-3 tímíangreinar eða 1 tsk. þurrkað
 4 lárviðarlauf
 1 tsk. tómatmauk
 sósujafnari
 40 g kalt smjör í teningum
 2 msk. steinselja, smátt söxuð, má sleppa
 1 msk. kryddsíld, skorin í litla bita, má sleppa

Leiðbeiningar

1

Penslið lambaskanka með olíu og kryddið með salti og pipar. Setjið skankana í eldfast mót með háum hliðum og setjið inn í 220°C heitan ofn í 6-8 mín. eða þar til þeir eru orðnir fallega brúnir. Takið þá eldfasta mótið úr ofninum og lækkið hitann niður í 120°C. Hitið olíu á pönnu og steikið beikon, lauk og sveppi í 4-5 mín. Hellið af pönnunni í eldfasta mótið. Hellið rauðvíni yfir ásamt balsamediki, tímíani, lárviðarlaufi og tómatþykkni.

Bakið skankana áfram í 3 klst. eða þar til kjötið er orðið örlítið laust frá beinunum. Sigtið þá safann úr mótinu í pott og þykkið með sósujafnara. Takið pottinn af hellunni, bætið smjöri, steinselju og kryddsíld saman við og hrærið þar til smjörið hefur bráðnað. Hellið þá sósunni yfir hæklana og berið fram með kartöflumús

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Guðrún Vaka Helgadóttir

Deila uppskrift