Hægeldaðir lambaskankar

Með kartöflu- og blómkálsmús
Lambaskanki

Hráefni

Kjötið
 2 lambaskankar
 3 msk hveiti
 1 msk Salt
 1 tsk svartur pipar
 3 msk smjör
 1 rauðlaukur
 2 hvítlauksgeirar
 4 stk gulrætur
 3 msk þurrkað rósmarín (eða 3 rósmarínstiklar)
 1 msk Salt
 2 msk pipar
 1 dós niðursoðnir tómatar
 2 dl vatn
Kartöflu- og blómkálsmús
 2 stórar kartöflur
 1/2 blómkálshaus
 3 msk rjómaostur
 salt og pipar

Leiðbeiningar

Kjötið
1

Stillið ofn á 170°C.

2

Setjið hveiti, salt og pipar í plastpoka. Setjið lambaskankanna í pokann og hristið þar til bitarnir eru þaknir hveitinu.

3

Þurrkið af mest allt hveitið hitið smjör á pönnu og brúnið kjötið.

4

Skerið rauðlauk og gulrætur niður í bita og hvítlaukinn í helming. Setjið grænmetið og kjötið í eldfast mót með loki ásamt salti, pipar, rósmarín, tómötum og vatni.

5

Eldið í 3 og hálfan tíma og berið fram með kartöflu- og blómkálsmús.

Kartöflu- og blómkálsmús
6

Skrælið og skerið kartöflurnar niður í bita og sjóðið í potti.

7

Skerið blómkálið niður í bita. Bætið blómkálinu við pottinn þegar rúmlega 5 mínútur eru eftir af suðunni.

8

Sigtið vatnið frá og stappið saman með rjómaosti. Kryddið með salti og pipar.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​