Hægeldaðir lambaleggir
- 4-5
Hráefni
3 stórir lambaleggir
1 tsk. salt
3 msk. olía til steikingar
2 laukar, skornir í bita
3 stilkar sellerí, skorið í bita
3 msk. tómatmauk (1 dós)
4 dl niðursoðnir tómatar (1 dós)
2-3 lambateningar eða 3 msk.
fljótandi lambakraftur
3 msk. ferskt tímían, bara blöðin
2 stilkar rósmarín, gott er að rúlla stilkunum á milli lófanna til að losa um bragðið
5 dl eplasíder
salt og pipar eftir smekk
vatn til að fylla upp með
Leiðbeiningar
1
Þerrið leggina og saltið. Steikið þá í þykkbotna potti í olíu á háum hita þar til þeir eru fallega brúnaðir. Passið að nota ekki of stóran pott, því gott er að sósan fljóti aðeins yfir kjötið. Takið leggina til hliðar, lækkið hitann og setjið lauk, sellerí og tómatmauk í pottinn og mýkið þar til laukurinn er orðinn örlítið gegnsær. Setjið niðursoðnu tómatana út í pottinn ásamt lambakrafti og ferskum kryddjurtunum. Saltið og piprið. Komið leggjunum fyrir og hellið safanum sem hefur lekið úr þeim út í pottinn. Bætið eplasídernum út í og vatni, svo að það fljóti næstum því yfir leggina. Setjið hlemminn á og sjóðið á miðlungshita í 2-2,5 klst.
2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Gunnar Helgi Guðjónsson Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir