Hægeldað lambalæri í smjöri með hvítlauk, kryddjurtum og kryddjurta-béarnaise sósu

Sunnudagshryggur og helgarlamb eru orð sem við grípum gjarnan til þegar við ætlum að lýsa eldamennsku frídaganna. Stundum erum við í stuði fyrir nýjungar og stundum langar okkur bara í lambakjöt eins og mamma eða amma gerðu.

Hérna er eins slík úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar matreiðslumeistara.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri, helst án lykilbeins
 500 g smjör
 6 tímíangreinar
 6 rósmaríngreinar
 5 hvítlauksgeirar, gróft saxaðir
 1 ½ tsk nýmalaður pipar
 1 stór poki með rennilás (zip lock)
 2 tsk salt

Leiðbeiningar

1

Setjið allt nema salt í pokann og lokið vel fyrir.

Leggið pokann í steikingarpott og hellið volgu vatni yfir þannig að fljóti yfir lærið.

Setjið lokið á og bakið í 67°C heitum ofni í 18 klst.

Sigtið þá vökvann úr pokanum í pott. Hitið ofninn í 190°C.

Setjið lærið í ofnskúffu og saltið.

Bakið lærið í 10-15 mín. eða þar til það er fallega brúnað.

Berið fram með kryddjurta-béarnaisesósunni og t.d. bökuðu grænmeti og kartöflum.

2

Kryddjurta béarnaisesósa:

3

5 eggjarauður
smjörið úr pokanum
1-2 msk. béarnaise-essense
salt
nýmalaður pipar

Hitið smjörið í 60°C. Setjið eggja-rauður í stálskál og þeytið yfir volgu vatnsbaði í 4-6 mín. eða þar til rauðurnar eru orðnar ljósar og loftmiklar. Hellið þá smjörinu í mjórri bunu í skálina og þeytið vel í á meðan. Bragðbætið með Béarnaise-essense, salti og pipar.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​