Hægeldað lambalæri í smjöri með hvítlauk, kryddjurtum og kryddjurta-béarnaise sósu

Sunnudagshryggur og helgarlamb eru orð sem við grípum gjarnan til þegar við ætlum að lýsa eldamennsku frídaganna. Stundum erum við í stuði fyrir nýjungar og stundum langar okkur bara í lambakjöt eins og mamma eða amma gerðu.

Hérna er eins slík úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar matreiðslumeistara.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri, helst án lykilbeins
 500 g smjör
 6 tímíangreinar
 6 rósmaríngreinar
 5 hvítlauksgeirar, gróft saxaðir
 1 ½ tsk nýmalaður pipar
 1 stór poki með rennilás (zip lock)
 2 tsk salt

Leiðbeiningar

1

Setjið allt nema salt í pokann og lokið vel fyrir.

Leggið pokann í steikingarpott og hellið volgu vatni yfir þannig að fljóti yfir lærið.

Setjið lokið á og bakið í 67°C heitum ofni í 18 klst.

Sigtið þá vökvann úr pokanum í pott. Hitið ofninn í 190°C.

Setjið lærið í ofnskúffu og saltið.

Bakið lærið í 10-15 mín. eða þar til það er fallega brúnað.

Berið fram með kryddjurta-béarnaisesósunni og t.d. bökuðu grænmeti og kartöflum.

2

Kryddjurta béarnaisesósa:

3

5 eggjarauður
smjörið úr pokanum
1-2 msk. béarnaise-essense
salt
nýmalaður pipar

Hitið smjörið í 60°C. Setjið eggja-rauður í stálskál og þeytið yfir volgu vatnsbaði í 4-6 mín. eða þar til rauðurnar eru orðnar ljósar og loftmiklar. Hellið þá smjörinu í mjórri bunu í skálina og þeytið vel í á meðan. Bragðbætið með Béarnaise-essense, salti og pipar.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon

Deila uppskrift