Hægeldað kindalæri með rótargrænmeti og hvítvínssoði

Eftir Þóri Bergsson í Bergsson mathús.

table with empty plate, a knife and fork onto a napkin and a small bowl with salt in it

Hráefni

 1 kindalæri með legg
 6 hvítlauksrif
 2-3 laukar
 3-6 gulrætur
 1 sellerí rót
 Nokkrir stilkar garðablóðberg
 Nokkrir stilkar rósmarín
 3 lárviðarlauf
 1 msk salt
 Vel af svörtum pipar
 Smá tómatpúrra (má sleppa)
 1/2 flaska hvítvín þurrt
 1/2 flaska vatn

Leiðbeiningar

1

Allt sett í steikarpott og eldað við 90°C í u.þ.b. 14 klst.

2

Gott er að hella yfir kjötið u.þ.b. fimm sinnum á meðan eldun stendur. Hægt er að sigta soðið sem kemur og nota rótargrænmetið sem meðlæti. Taka alla fitu af soðinu og þykkja með sósuþykkjara.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​