Grískur kryddlögur

Þessi kryddlögur hentar vel á t.d. lambakótelettur og lærissneiðar sem á að grilla. í staðinn fyrir timjan og oregano má nota grískt lambakrydd frá Pottagöldrum

Pottur og diskur

Hráefni

 1 sítróna
 2 hvítlauksgeirar
 4 msk ólífuolía
 0.5 tsk timjan
 0.5 tsk oregano
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Safinn kreistur úr sítrónunni og hvítlauksgeirarnir saxaðir smátt. Allt hrært vel saman og kjötið látið liggja í leginum í a.m.k. 2 klst og gjarna yfir nótt.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​