Grískur kryddlögur

Þessi kryddlögur hentar vel á t.d. lambakótelettur og lærissneiðar sem á að grilla. í staðinn fyrir timjan og oregano má nota grískt lambakrydd frá Pottagöldrum

Pottur og diskur

Hráefni

 1 sítróna
 2 hvítlauksgeirar
 4 msk ólífuolía
 0.5 tsk timjan
 0.5 tsk oregano
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Safinn kreistur úr sítrónunni og hvítlauksgeirarnir saxaðir smátt. Allt hrært vel saman og kjötið látið liggja í leginum í a.m.k. 2 klst og gjarna yfir nótt.

Deila uppskrift