Grískt salat
Í Grikklandi kallast þetta salat sveitasalat og þar er það gjarna borið fram sem forréttur, en það hentar líka vel sem meðlæti með grilluðu eða steiktu lambakjöti.
- 4
Hráefni
1 rauðlaukur
100 ml jómfrúarolía
0.5 tsk rauðvínsedik
5-6 tómatar, vel þroskaðir, eða 2 vænir bufftómatar
1 gúrka, lítil
0.5 tsk oregano, eða grískt lambakrydd frá Pottagöldrum
pipar, nýmalaður
8-12 svartar ólífur
150 g fetaostur, gjarna heill (fæst t.d. í Ostabúðinni)
Leiðbeiningar
1
Laukurinn helmingaður, skorinn í þunnar sneiðar og þær settar í skál. Olíunni hellt yfir ásamt edikinu, blandað og látið standa á meðan afgangurinn af grænmetinu er undirbúinn: Tómatarnir skornir í báta eða þykkar sneiðar. Gúrkan afhýdd, skorin í 5-6 cm bita og hver biti síðan í stauta. Sett í salatskálina, oregano og pipar stráð yfir og blandað. Ólífunum raðað í hring við skálarbarmana og síðan er osturinn skorinn í um 1 cm þykkar sneiðar og þær lagðar ofan á. Ef osturinn er í teningum er þeim dreift yfir ásamt ólífunum