Grískt salat

Í Grikklandi kallast þetta salat sveitasalat og þar er það gjarna borið fram sem forréttur, en það hentar líka vel sem meðlæti með grilluðu eða steiktu lambakjöti.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 rauðlaukur
 100 ml jómfrúarolía
 0.5 tsk rauðvínsedik
 5-6 tómatar, vel þroskaðir, eða 2 vænir bufftómatar
 1 gúrka, lítil
 0.5 tsk oregano, eða grískt lambakrydd frá Pottagöldrum
 pipar, nýmalaður
 8-12 svartar ólífur
 150 g fetaostur, gjarna heill (fæst t.d. í Ostabúðinni)

Leiðbeiningar

1

Laukurinn helmingaður, skorinn í þunnar sneiðar og þær settar í skál. Olíunni hellt yfir ásamt edikinu, blandað og látið standa á meðan afgangurinn af grænmetinu er undirbúinn: Tómatarnir skornir í báta eða þykkar sneiðar. Gúrkan afhýdd, skorin í 5-6 cm bita og hver biti síðan í stauta. Sett í salatskálina, oregano og pipar stráð yfir og blandað. Ólífunum raðað í hring við skálarbarmana og síðan er osturinn skorinn í um 1 cm þykkar sneiðar og þær lagðar ofan á. Ef osturinn er í teningum er þeim dreift yfir ásamt ólífunum

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​