Grískt lambalæri
Grikkir vilja yfirleitt hafa lambakjötið sitt alveg gegnsteikt en ef óskað er eftir kjöti sem er bleikt í miðju má stytta steikingartímann verulega frá því sem hér er gefið upp.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Ofninn hitaður í 200 gráður. Beittum hnífsoddi stungið í lambalærið á nokkrum stöðum og hvítlauksflísum og e.t.v. rósmarínkvistum stungið í raufarnar. Kjötið núið vel með skurðfletinum á sítrónunni og síðan er það makað í ólífuolíu og kryddað með pipar og salti. Sett í steikarfat eða ofnskúffu og kartöflunum raðað í kring. Afganginum af olíunni hellt yfir ásamt vatninu, afgangurinn af safanum úr sítrónunni kreistur yfir kartöflurnar og þær kryddaðar með oregano, pipar og salti. Sett í ofninn og steikt í um 2 klst, eða þar til kartöflurnar eru vel brúnaðar og kjötið steikt í gegn.