Grísk lambagrillsteik

Lambakjöt er í miklum metum meðal Grikkja og þeir kryddað það yfirleitt og matreiða á fremur einfaldan hátt - nota kryddjurtir, ólífuolíu og sítrónur.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g innralærvöðvi (lamba- eða kinda-)
 1sítróna
 3 msk ólífuolía
 2 msk mintulauf, söxuð
 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 1 tsk kóríanderfræ, steytt
 1 tsk svört piparkorn, steytt
 salt

Leiðbeiningar

1

Annar vöðvinn lagður á bretti, flatur lófi lagður ofan á og síðan er kjötið skorið sundur í miðju með beittum hníf, en ekki alveg í gegn, og vöðvanum svo flett sundur eins og þegar bók er opnuð. Eins farið að við hinn. Safinn kreistur úr sítrónunni og settur í eldfast fat ásamt olíu, mintulaufi, hvítlauk, kóríanderfræi og pipar. Hrært vel saman og síðan er kjötinu velt upp úr blöndunni og það látið liggja í um 1 klst við stofuhita, eða 3-6 klst í kæli. Snúið öðru hverju. Grillið hitað og síðan er kjötið tekið úr leginum, saltað svolítið og grillað í 5-7 mínútur á hvorri hlið við fremur háan hita eða nálægt glóð. Tekið af grillinu, sett á hitaðan disk og látið bíða í 2-3 mínútur en síðan borið fram.

Deila uppskrift