Grísk lambagrillsteik

Lambakjöt er í miklum metum meðal Grikkja og þeir kryddað það yfirleitt og matreiða á fremur einfaldan hátt - nota kryddjurtir, ólífuolíu og sítrónur.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g innralærvöðvi (lamba- eða kinda-)
 1sítróna
 3 msk ólífuolía
 2 msk mintulauf, söxuð
 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 1 tsk kóríanderfræ, steytt
 1 tsk svört piparkorn, steytt
 salt

Leiðbeiningar

1

Annar vöðvinn lagður á bretti, flatur lófi lagður ofan á og síðan er kjötið skorið sundur í miðju með beittum hníf, en ekki alveg í gegn, og vöðvanum svo flett sundur eins og þegar bók er opnuð. Eins farið að við hinn. Safinn kreistur úr sítrónunni og settur í eldfast fat ásamt olíu, mintulaufi, hvítlauk, kóríanderfræi og pipar. Hrært vel saman og síðan er kjötinu velt upp úr blöndunni og það látið liggja í um 1 klst við stofuhita, eða 3-6 klst í kæli. Snúið öðru hverju. Grillið hitað og síðan er kjötið tekið úr leginum, saltað svolítið og grillað í 5-7 mínútur á hvorri hlið við fremur háan hita eða nálægt glóð. Tekið af grillinu, sett á hitaðan disk og látið bíða í 2-3 mínútur en síðan borið fram.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​