Grilluð mjaðmasteik

KRYDDSMJÖR - KARTÖFLUR - ÓLÍFUR- HRÁSALAT
grilluð mjaðmasteik með sítrónumarineringu

Hráefni

Hrásalat
 handfylli saxað hvítkál
 handfylli saxað rauðkál
 1/2 dl eplaedik
 2 msk olía
 salt
Kartöflusalat með ólífum
 400 gr soðið kartöflusmælki
  100 gr grænar ólífur
 2 msk kapers
  1 msk dijon sinnep
  1 msk hunang
  4 msk ólífuolía
  2 msk steinselja
Kryddsmjör
 160 gr mjúkt smjör
 2 msk fersk steinselja
  2 msk ferskt estragon
  2 msk ferskur graslaukur
  2 msk Dijon sinnep
  2 msk korna sinnep
Lambið
 Mjaðmasteik, 2 x 100 gr eða svipuð lambasteik
 2 msk ferskur sítrónusafi
 2 tsk sítrónubörkur
 1 1/2 tsk saxað ferskt rósmarín
 1 hvítluksgeiri, saxaður
 Nýmulinn svartur pipar
 5 msk olífuolía

Leiðbeiningar

Hrásalat
1

Blandið öllu saman í skál, saltið eftir smekk og látið standa í nokkrar mínútur.

Kartöflusalat með ólifum
2

Blandið öllu saman og smakkið til með salti og pipar.

Kryddsmjör
3

Blandið saman í skál, setjið á bökunarpappír og rúllið upp í sívalning og kælið. Skorið í mátulega bita við notkun. Athugið að kryddsmjör geymist vel í kæli, þægilegt að eiga og nota þegar eldamennskan á að taka stuttan tíma.

Lambið
4

Blandið sítrónusafa, sítrónuberki, rósmarín og hvítlauk í matvinnsluvél ásamt olíunni. Marinerið kjötið í blöndunni í amk 10 mín. Þerrið mestu olíuna af og kryddið með salti.

5

Grillið eða steikið á háum hita í u.þ.b 4 mínútur á hvorri hlið. Takið af hitanum og hvílið í a.m.k. 5 mínútur áður en kjötið er borið fram, kryddið með svörtum pipar eftir eldun.

Deila uppskrift