Grilluð lambasteik

með sesam og appelsínu
grilluð lambasteik með sesam og appelsínu

Hráefni

 400 gr innanalærisvöðvi, eða annar beinlaus biti
 2 msk sesam olía
 1 msk sesam fræ
 1 appelsína,börkur og safi
 1 msk ostru sósa
 1 romaine salat haus
 ½ appelsína
 3 msk chili olía

Leiðbeiningar

1

Skerið kjötið í 1 cm þykkar sneiðar og setjið í skál ásamt, sesam olíu, sesam fræjum, appelsínuberki, appelsínusafa og ostrusósu og marinerið í amk 10 mín.

2

Grillið eða steikið í 2 mín hvora hlið.

3

Skerið romaine langsum, penslið með chili olíu og grillið í u.þbþ 1 mín á hvorri hlið.

4

Skerið appelsínu í báta, penslið með olíu og grillið í 2 mín á meðalhita.

Deila uppskrift