Grilluð lambasteik og steikt hrísgrjón

SNAKKPAPRIKA - BROCCOLI - RAS EL HANOUT
Mjaðmasteik, steikt hrísgjón

Hráefni

Grilluð lambasteik og steikt hrísgrjón
 150 gr hrísgrjón
 ólífuolía
 2 snakkpaprikur
  ½ broccolí
  1 laukur
 1 sítróna
 400 gr lambasteik
 Ras el hanout kryddblanda

Leiðbeiningar

Grilluð lambasteik og steikt hrísgrjón
1

Byrjið á að sjóða hrísgrjón, skerið lauk í grófar sneiðar, snakkpaprikur í tvennt og broccolí í bita. Hitið góða pönnu og svitið lauk, papriku og broccoli með rausnarlegu magni af ólífuolíu, bætið hrísgrjónum saman við. Steikið áfram í 4-5 mínútur og hrærið reglulega, smakkið til með salti, rifnum sítrónuberki og sítrónusafa.

2

Steikið áfram í 4-5 mínútur og hrærið reglulega, smakkið til með salti, rifnum sítrónuberki og sítrónusafa. Athugið að grjónin eiga að vera „djúsí“ og hér má bæta við ólífuolíu ef þarf.

3

Ras el hanout kryddblandan er auðveld og fljótleg í notkun til að hleypa smá sól, yl og lífi í einfalda rétti, núorðið má finna hana má finna í flestum verslunum. Saltið kjötið og kryddið með ras el hanout kryddblöndunni. Grillið eða steikið á pönnu eftir smekk og hvílið í 10 mínútur.

Deila uppskrift