Grilluð lambasteik með djúsí kartöflusalati

HRÁSALAT - SESAM - APPELSÍNUR
grilluð lambasteik með sesam og appelsínu

Hráefni

Djúsí kartöflusalat
 400 gr kartöflur, soðnar og skornar í bita
  ½ rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
  150 gr gott majones
  100 gr 36% sýrður rjómi
  3 msk súrar gúrkur, saxaðar
  1 msk mulið broddkúmen
  2 msk soyasósa
Hrásalat með rauðkáli & fennel „slaw“
 3 bollar rauðkál skorið í þunnar sneiðar
  1 stk fennel í þunnum sneiðum
  ½ grænt epli, sneitt
 2 msk rifin piparrót (eða 2 msk Dijon sinnep)
  4 msk matarolía
  ½ dl eplaedik
Grilluð lambasteik og meðlæti
 400 gr innanalærisvöðvi, eða annar beinlaus biti
 2 msk sesam olía
 1 msk sesam fræ
 1 appelsína,börkur og safi
 1 msk ostru sósa
 1 romaine salat haus
 2 appelsínur
 3 msk chili olía

Leiðbeiningar

Djúsí kartöflusalat
1

Blandið öllum hráefnum saman og smakkið til með salti og pipar

Hrásalat með rauðkáli og fennel „slaw“
2

Blandið og smakkið til með salti og pipar.

Grilluð lambasteik & meðlæti
3

Blandið kjöti ásamt sesamolíu, sesamfræjum, ostrusósu, appelsínuberki og appelsínusafa úr annarri appelsínunni og marinerið í a.m.k. 10 mín. Grillið í um 2 mín hvora hlið, eða eftir smekk. Penslið marineringunni á undir lokin á eldunartímanum.

4

Skerið romaine salat í tvennt langsum, penslið með chili olíu og grillið í u.þ.b. 1 mín á hvorri hlið á meðalhita. Skerið seinni appelsínuna í stóra báta, penslið með olíu og grillið í 2 mín á meðalhita.

Berið fram með hrásalati og djúsí kartöflusalati löðrandi í majonesi og kreistið grillaða appelsínu yfir steikina.

Deila uppskrift