Grilluð lambaspjót með kúrbít og fennelhrásalati

Grilluð lambaspjót
Grilluð lambaspjót

Hráefni

Fennelhrásalat
 1 fennel, skorið í mjög þunnar sneiðar
 ½ rauðlaukur, skorinn í mjög þunnar sneiðar
 2-3 msk. kóríander, skorinn smátt
 u.þ.b. ½ tsk. sjávarsalt
 u.þ.b. ⅛ tsk. svartur pipar, nýmalaður
 2 msk. sítrónusafi, nýkreistur
Grilluð lambaspjót með kúrbít
 1 kg lambainnanlæri, skorið í miðlungsstóra bita
 2 msk. fennelfræ, ristuð á þurri pönnu
 3 msk. kóríanderfræ, ristuð á þurri pönnu
 2 msk. kummin
 1 msk. sjávarsalt
 1 tsk. svartur pipar, nýmalaður
 1 msk. ólífuolía
 1 kúrbítur, skorin í bita
 1-2 msk. myntulauf
 250 g grísk jógúrt
 1 msk. sriracha-sósa, eða önnur ósæt chili-sósa

Leiðbeiningar

Fennelhrásalat
1

Setjið allt hráefni saman í skál og blandið. Bragðbætið með salti og pipar og kælið þar til fyrir notkun.

Grilluð lambaspjót með kúrbít
2

Setjið fennel- og kóríanderfræ í mortel og steytið. Hrærið kummin, salti og pipar saman við. Setjið lamb, ólífuolíu, helminginn af kryddblöndunni og kúrbít í skál og blandið vel saman, hér er best að nota hendurnar.

3

Hitið grill eða grillpönnu og hafið á miðlungsháum hita. Þræðið kjöt og kúrbít upp á 8 grillspjót, grillið í u.þ.b. 3 mín. á hverri hlið eða þar til kjötið og grænmetið hefur fengið á sig góðan lit og er eldað í gegn.

4

Setjið grillspjótin á fat og sáldrið yfir restinni af kryddblöndunni ásamt myntulaufum. Setjið jógúrt í litla skál og hrærið chili-sósu saman við. Berið lambaspjótin fram með fennelhrásalati og grískri jógúrt.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​