Grilluð lambaspjót með kóríander og tómatsalati

Grilluð lambaspjót
Lambaspjót með kóriander, tómatsalati og naan brauði

Hráefni

Tómatsalat
 1 lítill rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
 ½ tsk. sumac
 1 msk. sítrónusafi, nýkreistur
 450 gr. kokteiltómatar
 u.þ.b. 1/8 tsk. svartur pipar, nýmalaður
 u.þ.b. ½ tsk. sjávarsalt
 1-2 msk. basilíkulauf, skorin
Grilluð lambaspjót með kóríander
 1 kg lambainnanlæri, skorið í miðlungsstóra bita
 2 rauðlaukar, skornir í báta
 60 ml sítrónusafi
 45 g púðursykur
 4 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 2 tsk. kóríander, malaður
 1 tsk. kummin
 1 tsk. sinnepsduft
 2 msk. ólífuolía, auka til að bera fram með
 1 tsk. sjávarsalt
 u.þ.b. ½ tsk. svartur pipar, nýmalaður
 naan-brauð
 240 g grísk jógúrt
 1 msk. sriracha-sósa
 2-3 msk. kóríander, skorinn smátt

Leiðbeiningar

Tómatsalat
1

Setjið rauðlauk, sumac og sítrónusafa í skál og látið standa í 5-10 mín. Skerið tómata til helminga og blandið saman við laukinn ásamt restinni af hráefninu. Bragðbætið með salti og pipar og setjið til hliðar þar til fyrir notkun.

Grilluð lambaspjót með kóríander
2

Þræðið lamb og rauðlauk upp á 8 grillspjót og leggið í fat. Setjið sítrónusafa, púðursykur, kóríander, kummin, sinnepsduft, olíu, salt og pipar í skál og hrærið saman.

3

Hellið blöndunni yfir lambið og látið standa á borði í 30 mín. Hitið grill eða grillpönnu og hafið á háum hita. Grillið spjótin í 2-3 mín. á hvorri hlið eða þar til kjötið er eldað eftir smekk.

4

Penslið naan-brauðin með örlítilli olíu og grillið í 1 mín. á hvorri hlið. Setjið gríska jógúrt og chili-sósu saman í litla skál og hrærið saman. Setjið lambaspjótin á fat og sáldrið yfir ferskum kóríander og berið fram með naan-brauði, grískri jógúrt og tómatsalati.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​