Grilluð lambaspjót

JALAPENO MAJÓ - HRÁSALAT - PAPRIKA
Grill_lambaspjót

Hráefni

Grilluð lambaspjót
 800 gr beinlaust lambakjöt
  4 hvítlauksrif
  ½ dl matarolía
  2-3 kvistar garðablóðberg
  8 stk snakk paprika
Hrásalat
 2 bollar saxað hvítkál
  2 bollar saxað rauðkál
  1/2 dl epledik
  handfylli saxaður skógarkerfill eða steinseljs
 3 msk matarolía
 salt
Jalapeno-lime majó
 4 dl gott majones
  2-3 msk súrsaður jalapeno pipar
  1 lime
 salt

Leiðbeiningar

Grilluð lambaspjót
1

Byrjið á að skera kjötið í nokkra bita sem eiga helst að vera jafn þykkir og paprikurnar, merjið hvítlaukinn og setjið í skál með olíu og garðablóðbergi. Bætið kjötinu í, veltið úr olíunni og látið standa í stofuhita á mínútur (má líka geyma í kæli yfir nótt).

2

Þræðið kjöt og paprikur á grillspjót, saltið og grillið eftir smekk. Látið hvíla í um 5 mínútur áður en þið berið fram.

Hrásalat
3

Saxið kálið eins fínt og þið getið og setið í skál, bætið ediki og salti í eftir smekk og smá slettu af olíu, látið standa í skálinni á meðan þið grillið kjötið. Saxið jurtirnar í lokin og bætið í.

Jalapeno- lime majó
4

Saxið eða maukið jalapeno piparinn og blandið við majones ásamt safanum úr lime, saltið og smakkið til.

Deila uppskrift