Grilluð lambamjöðm

SÆTAR KARTÖFLUR - SÍTRÓNUJÓGÚRT - ERTUR - PISTASÍUR
Grilluð lambasteik

Hráefni

Grilluð lambamjöðm og meðlæti
 800 gr lambamjaðmasteik
  1 sæt kartafla
  2 laukar
 100 gr frosnar grænar ertur
 matarolía
 handfylli pistasíur, sett yfir lambið á disknum
Sítrónu-og hunangsjógúrt
 3 dl grísk jógúrt ½ sítróna, fínt rifinn börkur og safi 1 msk hunang
  ½ sítróna, fínt rifinn börkur og safi
 1 msk hunang

Leiðbeiningar

Grilluð lambamjöðm og meðlæti
1

Skolið sætu kartöfluna og skerið í báta, setið á eldfastan bakka og penslið með olíu, saltið og eldið í ofni á 180°C í um 20 mínútur. Afþýðið ertur í volgu vatni og sigtið vatnið frá, skerið lauk í sneiðar og mýkið á pönnu á meðalhita í 3-4 mínútur, kælið og blandið saman við erturnar.
Saltið lambið og grillið eftir smekk, hvílið í 10 mínútur áður en lambið er borið fram.

2

Afþýðið ertur í volgu vatni og sigtið vatnið frá, skerið lauk í sneiðar og mýkið á pönnu á meðalhita í 3-4 mínútur, kælið og blandið saman við erturnar.

3

Saltið lambið og grillið eftir smekk, hvílið í 10 mínútur áður en lambið er borið fram.

Sítrónu- og hunangsjógúrt
4

Blandið öllu saman og smakkið til með salti.

Deila uppskrift