Grilluð lambalifur á teini

Hægt er að gera ýmislegt við lambalifur annað en steikja hana á pönnu og bera fram með brúnni sósu. Hafið þið til dæmis prófað að skera hana í bita og steikja á teini?

Pottur og diskur

Hráefni

 500 g lambalifur
 12-16 perlulaukar
 12-16 litlar beikonsneiðar
 25 g smjör
 2 msk balsamedik
 nýmalaður pipar
 salt
 1 msk ferskt timjan (má sleppa)

Leiðbeiningar

1

Lifrin hreinsuð og skorin í teninga, um 2,5-3 cm á kant. Laukurinn settur í pott með sjóðandi vatni og soðinn í 4-5 mínútur en síðan hellt í sigti, látinn kólna ögn og svo afhýddur. Beikonsneið vafið um hvern lifrarbita og þeir síðan þræddir á teina til skiptis við perlulaukinn. Grillið hitað. Á meðan er smjörið brætt í potti, edikinu hrært saman við og kryddað með pipar og salti. Lifrarbitarnir og laukurinn penslað með smjörinu og síðan eru teinarnir settir á grillið og grillaðir í 6-8 mínútur, eða þar til beikonið er stökkt og lifrin orðin steikt. Snúið nokkrum sinnum og penslað með smjörinu. Pinnarnir eru svo settir á fat, söxuðu timjani e.t.v. stráð yfir, og borið fram, t.d. með soðnum kartöflum og/eða grilluðu grænmeti.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​