Grilllamb í góðri sveiflu – með íslensku byggsalati

Grilllamb í góðri sveiflu – með íslensku byggsalati
Pottur og diskur

Hráefni

 12 lambakótelettur
 Gláji á lamb
 1 msk dijon sinnep
 1 dl ólífuolía
 1 stk límónusafi og rifinn börkur
 1 tsk hunang
 Blandið öllu saman
 Meðlæti
 200 gr bygg
 4 gulrætur
 1 poki spínat
 1 tsk malað kúmen
 2 dl grísk jógúrt
 1 msk hunang
 1 límónusafi + börkur
 1 stk gúrka
 1 stk grænt epli
 Fersk mynta

Leiðbeiningar

1

Sjóðið bygg og kælið.
Skerið gúrku og epli niður og blandið saman við byggið.

Hrærið jógúrti saman við hunang, límónusafa og börkin og kryddið með salti pipar og möluðu kúmeni (malið sjálf).
Blandið öllu saman við byggið. Hafið þetta svolítið kremkennt.

Rífið gulrótina á rifjárni, skolið spínatið og blandið saman við, veltið upp úr ólífuolíu og smá límónusafa.
Saltið.

Grillið kóteletturnar og penslið svo með lambagljáanum.
Berið þær fram á byggsalatinu.

Deila uppskrift