Grillbrauð
Það er afskaplega einfalt að baka brauð á grillinu og bera fram nýbakað og heitt brauð með lambakjötinu. Þessi smábrauð væri til dæmis hægt að baka þegar búið er að taka lærið af grillinu - það hefur hvort eð er gott af að standa nokkra stund áður en það er skorið.
- 4
Leiðbeiningar
Setjið vatn, ger og hunang í skál og þegar gerið freyðir er hveiti hrært saman við smátt og smátt ásamt salti og ólífuolíu. Haldið áfram að bæta við hveiti þar til deigið er vel hnoðunarhæft en þó lint. Hnoðið það vel, mótið það svo í kúlu og látið það lyfta sér í 1-1 1/2 klst, eða þar til það hefur tvöfaldast. Þá er það slegið niður, mótað í kúlu og látið bíða í um 10 mínútur. Þá er því skipt í 10-12 búta og hver bútur flattur út í þunnt, aflangt brauð. Raðað á heitt grillið, lokað og bakað í nokkrar mínútur á hvorri hlið, eða þar til brauðið hefur blásið vel út og tekið góðan lit.