Grillaður lambahryggvöðvi, kartöflur, romaine salat, rabarbari og chimmichurri sósa

GRILLAÐAR KARTÖFLUR - RABARBARI - ROMAINE SALAT - CHIMMICHURRI SÓSA

Hráefni

Grillaður lambahryggvöðvi, kartöflur, romaine salat, rabarbari
 1 kg lambahryggvöðvi
  2 bökunarkartöflur
  2 stk romaine salat af smærri gerðinni
  1 stilkur rabarbari
  matarolía
 hrásykur
Chimmichurri sósa
 Lófafylli af steinselju eða kerfil
 Lófafylli af graslauk
  2 hvítlauksrif
  1 dl rauðvínsedik
  2 dl ólífuolía
  Salt

Leiðbeiningar

Grillaður lambahryggvöðvi, kartöflur, romaine salat, rabarbari
1

Byrjið á að skera kartöflur í netta báta, penslið og brúnið á grillinu, setjið á bakka og klárið eldun á óbeinum hita, eða í ofninum.

2

Snyrtið lambið til og skerið nettar línur í fituna. Saltið og brúnið á grillinu og passið að brenni ekki. Klárið eldun eftir smekk á óbeinum hita. Til viðmiðunar fyrir meðal eldun (e. medium) er passlegt að taka kjötið af vel heitu grilli við 53-54°C kjarnhita, setja álpappír yfir og hvíla við stofuhita í 10-15 mínútur. Við hvíldina jafnast hitastigið í kjötinu, kjarnhiti hækkar og hitastig á yfirborði lækkar.

3

Skerið rabarbara í fingurlanga bita, penslið með olíu og veltið upp úr sykri og grillið á meðalhita í nokkrar mínútur, skerið romaine í tvennt eftir endilöngu. Penslið með olíu og grillið í 1-2 mín á hvorri hlið. Hér má alveg bæta við meiri sykri og fá ögn af karamelluáferð á rabarbarann. Ef vel tekst til verður hann passlega súrsætur.

Chimmichurri sósa
4

Chimmichurri sósan er til í ótal útgáfum, en alltaf einföld og fljótlöguð og um að gera að prófa sig áfram með hinar ýmsu útgáfur. Maukið jurtir og hvítlauk í olíunni í blandara, eða saxið fínt með beittum hníf, bætið edikinu við. Smakkið til með salti.

Deila uppskrift