Grillaður lambahryggvöðvi

BBQ - GRILLAÐ GRÆNMETI - RABARBARI - BYGGSALAT
Fille, Rabarbara BBQ_HafliðiH

Hráefni

Rabarbara BBQ sósa
 300 gr rabarbari skorinn í bita
 1 laukur saxaður
 2 hvítlauksgeirar
 3 msk matarolía
 1 dl tómatsósa
  1 dl vatn
 1 msk púðursykur 1 msk eplaedik 1 msk Dijon sinnep
 1 msk eplaedik
  1 msk Dijon sinnep
 1 msk Worcestershire sósa Svartur pipar Eldpipar eða eldpiparsósa
  Svartur pipar
  Eldpiparduft eða sósa
Byggsalat
 200 gr íslenskt bygg frá Móður Jörð
  Vatn
  Salt
  ½ laukur, skorinn
 1/2 eldpipar, sneiddur
  1 vorlaukur, sneiddur
Grillað kál
 1 nettur kálhaus, hvítkál, toppkál eða rauðkál
  ½ dl matarolía
  1 hvítlauksgeiri
 1 msk Ras el Hanout kryddblanda
Grillaður lambahryggvöðvi
 1 kg lambahryggvöðvi Garðablóðberg Matarolía Salt Svartur pipar
  Garðablóðberg Matarolía Salt Svartur pipar
  Matarolía

Leiðbeiningar

Rabarbara BBQ sósa
1

Svitið lauk, rabarbara og hvítlauk í olíunni á meðalhita í 3-4 mínútur. Bætið við vatni, tómasósu, sykri, ediki, Dijon og Worcestershire sósu. Sjóðið í nokkrar mínútur eða þar til þykknar, smakkið til með ríflegum skammti af svörtum pipar, salti og e.t.v. eldpipar eða eldpiparsósu. Maukið í blandara og geymið í loftþéttu íláti í kæli.

Byggsalat
2

Byrjið á að setja bygg í pott, bætið við vatni og salti og sjóðið í 15-20 mínútur, þá á enn að vera ögn bit í bygginu eða „al dente“ eins og Ítalir kalla það. Sigtið vatnið frá.

3

Svitið lauk og eldpipar í olíunni á pönnu og blandið saman við byggið. Smakkið til með salti og e.t.v. sítrónusafa.

Grillað kál og vorlaukur
4

Saxið hvítlauk og blandið í olíuna ásamt kryddblöndunni, Skerið kálið í passlega báta eftir endilöngu. Penslið olíunni á kálið og leyfið að standa í nokkrar mínútur áður en þið saltið og grillið kálið á öllum hliðum. Setjið á bakka, penslið með olíunni og grillið áfram á óbeinum hita, eða setjið í ofninn þar til kálið er eldað í gegn. Saltið og grillið vorlauk eftir smekk.

Grillaður lambahryggvöðvi
5

Snyrtið lambið og skerið rákir í fituna, saltið á báðum hliðum, brúnið vel á grillinu, byrjið á fituhliðinni og passið að fitan brenni ekki. Hér er ómissandi að nota hitamæli, og passlegt að taka af grillinu þegar kjarnhiti er kominn í 54°C, þar sem kjarnhitinn heldur áfram að hækka og endar í meðalsteikingu „medium“ Leggið álpappír yfir og hvílið á borðinu í 15 mínútur, kryddið með pipar áður en lambið er borið fram.

Deila uppskrift