Grillaður lambahryggur

Með broddkúm- og óreganósósu
Pottur og diskur

Hráefni

Grillaður lambahryggur
 1 kg lambahryggvöðvi
 ½ dl. olía
 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
 1 tsk. chili-flögur
 1 tsk. Broddkúmen (e. cummin)
 1 msk. óreganó
 1 tsk. nýmalaður pipar
 1½ tsk. salt
Broddkúmen- og óreganósósa
 1½ dl majónes
 1½ dl sýrður rjómi
 ¾ dl ab-mjólk
 1 msk. kumminfræ, steytt
 2 msk. óreganó, smátt saxað
 1 msk. sítrónusafi
 1 msk. hlynsíróp
 salt og nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

Grillaður lambahryggur
1

Skerið síðufitu af lambahrygg, penslið hann með olíu og kryddið með öllu nema salti. Látið standa við stofuhita í 2 klst

2

Grillið á álbakka á meðalheitu, lokuðu grilli í 25-30 mín

3

Saltið þá hrygginn og látið standa í 5-10 mín. áður en hann er borinn fram.

Kummin- og óreganósósa:
4

Setjið allt í skál og blandið vel saman.

Deila uppskrift