Grillaður kindahryggvöðvi

Auðvitað má líka nota lambahryggvöðva í þennan gómsæta rétt en kjöt af fullorðnu er næstum jafnmeyrt og jafnvel enn bragðbetra. Með réttinum mætti t.d. bera fram salat úr steiktum fíflablöðum (þó aðeins á vorin, fíflablöðin þurfa að vera ung), eða þá gott grænmetissalat og soðnar eða grillaðar kartöflur.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g kindahryggvöðvi (fillet)
 safi úr 0.5 sítrónu
 2 msk. ólífuolía
 2 msk.mintulauf, söxuð, eða 2 tsk. þurrkuð
 0.5 laukur, saxaður smátt
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Skerið kjötið í um 10 sm langa bita. Kreistið safann úr sítrónunni í skál og hrærið olíu, mintulaufi, söxuðum lauk og pipar saman við. Veltið kjötinu upp úr kryddleginum og látið það liggja í honum í nokkra klukkutíma í kæli, og gjarna til næsta dags. Hitið grillið vel, saltið kjötið og grillið það í 3-4 mínútur á hvorri hlið, eða eftir smekk og þykkt bitanna. Berið fram t.d. með steiktum fíflablöðum (sjá uppskrift) og e.t.v. kartöflum eða fersku grænmeti.

2

fillet filet fille file

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​