Grillaður kindahryggvöðvi
Auðvitað má líka nota lambahryggvöðva í þennan gómsæta rétt en kjöt af fullorðnu er næstum jafnmeyrt og jafnvel enn bragðbetra. Með réttinum mætti t.d. bera fram salat úr steiktum fíflablöðum (þó aðeins á vorin, fíflablöðin þurfa að vera ung), eða þá gott grænmetissalat og soðnar eða grillaðar kartöflur.
- 4
Leiðbeiningar
Skerið kjötið í um 10 sm langa bita. Kreistið safann úr sítrónunni í skál og hrærið olíu, mintulaufi, söxuðum lauk og pipar saman við. Veltið kjötinu upp úr kryddleginum og látið það liggja í honum í nokkra klukkutíma í kæli, og gjarna til næsta dags. Hitið grillið vel, saltið kjötið og grillið það í 3-4 mínútur á hvorri hlið, eða eftir smekk og þykkt bitanna. Berið fram t.d. með steiktum fíflablöðum (sjá uppskrift) og e.t.v. kartöflum eða fersku grænmeti.
fillet filet fille file