Grillaðir tómatar og kumquat

Grillþátturinn sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu 2005, vakti mikla athygli. Gestgjafi var Nanna Rögnvaldardóttir og þessa gómsætu uppskrift var að finna þar. Það er fátt betra með grilluðu lambakjöti en gómsætt, grillað grænmeti.

Pottur og diskur

Hráefni

 250 g kirsiberjatómatar
 12 kumquat
 ólífuolía

Leiðbeiningar

1

Þræðið kirsiberjatómata og kumquat á teina, penslið með örlítilli ólífuolíu og grillið við meðalhita þar til þetta er heitt í gegn og hýðið rétt byrjað að springa af tómötunum.

Deila uppskrift