Grillaðir tómatar og kumquat
Grillþátturinn sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu 2005, vakti mikla athygli. Gestgjafi var Nanna Rögnvaldardóttir og þessa gómsætu uppskrift var að finna þar. Það er fátt betra með grilluðu lambakjöti en gómsætt, grillað grænmeti.
- 6
Hráefni
250 g kirsiberjatómatar
12 kumquat
ólífuolía
Leiðbeiningar
1
Þræðið kirsiberjatómata og kumquat á teina, penslið með örlítilli ólífuolíu og grillið við meðalhita þar til þetta er heitt í gegn og hýðið rétt byrjað að springa af tómötunum.