Grillaðir kartöflubátar
Það þarf alls ekki að vera seinlegt að matreiða kartöflurnar á grillinu. Til dæmis mætti skera þær í báta, krydda þær og grilla síðan við góðan hita þar til þær eru meyrar.
- 4
Leiðbeiningar
1
Kartöflurnar þvegnar, þerraðar og skornar í 8-12 báta hver, eftir stærð. Ólífuolíu, kummini, oregano, pipar og salti blandað saman í skál og kartöflubátunum velt upp úr blöndunni. Raðað á heitt grill og þeir grillaðir þar til þeir eru stökkir að utan og meyrir í gegn. Snúið eftir þörfum.