Grillaðir kartöflubátar

Það þarf alls ekki að vera seinlegt að matreiða kartöflurnar á grillinu. Til dæmis mætti skera þær í báta, krydda þær og grilla síðan við góðan hita þar til þær eru meyrar.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g kartöflur, stórar
 3 msk ólífuolía
 0.5 tsk kummin
 0.25 tsk oregano
 nýmalaður pipar
 salt, gjarna Maldon-salt

Leiðbeiningar

1

Kartöflurnar þvegnar, þerraðar og skornar í 8-12 báta hver, eftir stærð. Ólífuolíu, kummini, oregano, pipar og salti blandað saman í skál og kartöflubátunum velt upp úr blöndunni. Raðað á heitt grill og þeir grillaðir þar til þeir eru stökkir að utan og meyrir í gegn. Snúið eftir þörfum.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​