Grillaðar laukmarineraðar kindalundir

Einfaldari gerist marineringin varla - laukur, sítróna og ólífuolía. Hér eru notaðar lundir en einnig mætti nota marineringuna á hvaða lambakjötsbita sem er og er tilvalið á smáréttaborðið sem og í aðalrétt.

Pottur og diskur

Hráefni

 600 g kinda- eða lambalundir
 0.5 laukur
 0.5 sítróna
 3 msk ólífuolía
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Lundirnar skornar sundur eftir endilöngu, nema þær séu mjög litlar, og hver lund skorin í 2-3 bita. Laukurinn settur í matvinnsluvél og saxaður í mauk. Sítrónusafanum þeytt saman við og síðan olíunni. Lundirnar settar í skál, laukblöndunni hellt yfir og látið standa í um 1 klst. Þá er kjötið tekið úr marineringunni og hún strokin vel af. Kryddað með pipar og salti, e.t.v. penslað með ögn meiri olíu, og þrætt upp á teina. Útigrill eða í ofninum hitað og kjötið grillað í um 2 mínútur á hvorri hlið við háan hita.

Deila uppskrift