Grillaðar lambalundir

með teryaki, pak choy, og heilbökuðu hvítkáli
grillaðar lambalundir með teryaki

Hráefni

 800 gr lambalundir
 1 hvítkál
 2 flöskur teryaki
 2 pokar Pak choy
 1 sítróna
 Olía

Leiðbeiningar

1

Nuddið salti og olíu á hvítkálið allan hringinn, pakkið því í álpappír og bakið í ofni á 200°c í 2 klst.

2

Penslið teryaki sósu á lundirnar og grillið eða steikið á grillpönnu eftir smekk.

3

Skerið sítrónu í tvennt og grillið á sárinu þar til sítrónan tekur góðan lit. Setið olíu og salt á pak choy kálið og grillið 1-2 mín, kreistið safann úr grilluðu sítrónunni yfir pak choy kálið.

4

Skerið hvítkálið í báta, grillið eða steikið og berið fram.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​