Grillaðar lambalundir

með teryaki, pak choy, og heilbökuðu hvítkáli
grillaðar lambalundir með teryaki

Hráefni

 800 gr lambalundir
 1 hvítkál
 2 flöskur teryaki
 2 pokar Pak choy
 1 sítróna
 Olía

Leiðbeiningar

1

Nuddið salti og olíu á hvítkálið allan hringinn, pakkið því í álpappír og bakið í ofni á 200°c í 2 klst.

2

Penslið teryaki sósu á lundirnar og grillið eða steikið á grillpönnu eftir smekk.

3

Skerið sítrónu í tvennt og grillið á sárinu þar til sítrónan tekur góðan lit. Setið olíu og salt á pak choy kálið og grillið 1-2 mín, kreistið safann úr grilluðu sítrónunni yfir pak choy kálið.

4

Skerið hvítkálið í báta, grillið eða steikið og berið fram.

Deila uppskrift