Grillaðar lambalundir með kryddjurtapestói

Lambakjötið er tilvalið á grillið hvort sem það er grillað í sneiðum, heilum vöðvum eða steikum. Þessi uppskrift er frá Úlfari Finnbjörnssyni og birtist í grillblaði Gestgjafans 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg lambalundir
 
 Kryddjurtapestó:
 1-2 dl ólífuolía
 1 búnt basilíka
 1/2 búnt steinselja
 1/2 búnt tímían
 1/2 búnt mynta
 2 msk. furuhnetur
 2 msk. parmesanostur
 1 msk. sítrónusafi
 1 msk. hunang
 1/2 tsk. pipar
 1 tsk. salt

Leiðbeiningar

1

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel. Veltið kjötinu upp úr 1/3 af kryddjurtapestóinu og geymið við stofuhita í 1 klst. Grillið kjötið á vel heitu grilli í 2-3 mín. á hvorri hlið. Berið kjötið fram með afganginum af pestóinu og t.d. grilluðu grænmeti og kartöflum.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​