Grillaðar lambalundir á spjóti með kasjúhnetusambal

Grillaðar lambalundir á spjóti með kasjúhnetusambal
Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg lambalundir
 2 msk. olía
 salt
 nýmalaður pipar
 

Kasjúhnetusambal:

 2 hvítlauksrif
 2 græn chili-aldin, steinlaus
 50 g kasjúhnetur
 2 tsk. ljós púðursykur
 5 msk. sojasósa
 1-2 msk. safi úr límónu
 2 msk. coconut cream (kókosþykkni)

Leiðbeiningar

1

Allt sett í matvinnsluvél og grófmaukað.
Penslið kjötið með olíu og saltið og piprið.
Grillið á vel heitu grilli á 1-2 mín. báðum megin.
Penslið þá lundirnar með sambalinu og grillið í 1-2 mín. í viðbót.
Berið fram með restinni af sambalinu og t.d. grilluðum tómötum, eða grænmeti og bökuðum kartöflum.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​