Grillaðar lambalundir á spjóti með kasjúhnetusambal
Grillaðar lambalundir á spjóti með kasjúhnetusambal
- 4
Hráefni
1 kg lambalundir
2 msk. olía
salt
nýmalaður pipar
Kasjúhnetusambal:
2 hvítlauksrif
2 græn chili-aldin, steinlaus
50 g kasjúhnetur
2 tsk. ljós púðursykur
5 msk. sojasósa
1-2 msk. safi úr límónu
2 msk. coconut cream (kókosþykkni)
Leiðbeiningar
1
Allt sett í matvinnsluvél og grófmaukað.
Penslið kjötið með olíu og saltið og piprið.
Grillið á vel heitu grilli á 1-2 mín. báðum megin.
Penslið þá lundirnar með sambalinu og grillið í 1-2 mín. í viðbót.
Berið fram með restinni af sambalinu og t.d. grilluðum tómötum, eða grænmeti og bökuðum kartöflum.
2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir