Grillaðar lambalærissneiðar með tómatsmjöri

Ljúffeng uppskrift úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar úr júlí tölublaði Gestgjafans.

Pottur og diskur

Hráefni

 8 lambalærissneiðar
 3 msk. olía
 1 ½ tsk. chili-flögur
 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 1 tsk. kummin, steytt
 1 tsk. paprikuduft.

Leiðbeiningar

1

Raðið lærissneiðum í ofnskúffu. Blandið saman olíu og kryddi og penslið sneiðarnar á báðum hliðum með blöndunni. Grillið á meðalheitu grilli í 3-4 mín. á hvorri hlið. Berið fram með tómatsmjörinu og t.d. grilluðu grænmeti, salati og kartöflum.

2

Tómatsmjör:

3

250 g mjúkt smjör
1 dl sólþurrkaðir tómatar
1 tsk. tómatmauk
1 tsk. tímían
1-2 hvítlauksgeirar
1 tsk. nýmalaður pipar
2 msk. balsamedik

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið smjörið á álpappír, mótið rúllu og frystið.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​